Færsluflokkur: Íþróttir
8.3.2019 | 21:47
Enn fær Valur hjálp
Þetta er eitthvað svo ógeðfellt hvernig Valur fær oftar en einu sinni hjálp frá dómurum í "stórum leikjum" í gegnum tíðina. Snorri Steinn hefði eflaust ekki sagt "að þetta hlyti að vera rétt" ef Valsmenn hefðu fengið dæmdan þennan dóm á sig... hann hefði orðið vitlaus!!
Svona atriði setja handboltann niður... gjörsamlega rangur dómur og það er ekki eins og ég sé einn um þessa skoðun.
Ógeðfellt að sjá sanngirnina skotna niður svona augljóslega. Djöfull vona ég að Valsmenn skíttapi úrslitaleiknum, ... en ... sjáum til hvað dómararnir gera.
Stundum þarf að hafa lukkuna með sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2018 | 00:57
Spennandi körfuboltavetur framundan
Þar sem Fram er ekki með lið í körfuboltanum, þá held ég með KR í körfunni ... og viti menn ... leikir eins og þessi - eða öllu heldur úrslitin - minna mig á hversu gaman er að fylgjast með körfunni.
Fyrirfram hefði ég veðjað á Stóla-sigur en KR-ingarnir voru bara mun betri. Smá spenna í lokin en flottur og sanngjarn sigur.
Ef Helgi kemur um áramótin, mögulega Acox líka ... og hvað með Pawel... þá er ég hræddur um að sjötti Íslandsmeistaratitillinn í röð gæti orðið að veruleika ... en við bíðum og sjáum til :-) Gaman að þessu!
Sýndum að við erum enn þá meistarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2018 | 15:31
Ótrúlega flottur árangur
Kannski erum við Íslendingar orðnir svo góðu vanir að maður vill meira? Ég hafði auðvitað vonast eftir sigri, með allar þessar frábæru konur í keppninni, en það féll ekki fyrir okkar fólki betur en svo að árangurinn varð þriðja og fimmta sæti í kvennakeppninni og fimmta sætið í karlakeppninni.
En halló! Þetta er ótrúlega flottur árangur. Katrín Tanja var ekki langt frá öðru sætinu en sigurvegarinn í ár var bara ótrúlega frábær líka. Katrín má vel við una og reyndar Annie Mist líka.
Ég vonast alltaf eftir einhverju flottu og meiru og ég hafði meira að segja smá von um það að Ísland kæmist upp úr riðlinum á HM í ár... en hetjurnar okkar sem berjast á mörgum vígstöðvum geta ekki alltaf unnið ... og það er bara allt í lagi.
Árangurinn í ár í heimsleikunum í crossfit var stórkostlegur og ber að óska þeim öllum til hamingju, þó sérstaklega Katrínu Tönju.
Katrín Tanja í þriðja sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hugleiðingar Dodda
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar