7.12.2018 | 00:03
Ákaflega sorglegt
Í nokkur ár hefur mér fundist ónefndur þingmaður vera miniminimini-útgáfa af Bandaríkjaforseta núverandi. Í nokkur ár hefur viðkomandi þingmaður spilað sig nær ávallt sem fórnarlamb og eins og í Klausturmálinu, ... þegar hann gerir eitthvað af sér, þá er samt farið í fórnarlambshlutverkið - fyrst og fremst. Það er engin iðrun, nema sú að þetta komst upp. Þú segir ekki - eins og títtnefndur þingmaður - um aðra manneskju að hún spili á karlmenn eins og hún kann ... og halda því fram að þú virðir hana.
Af hverju er svona erfitt að biðjast afsökunar og ... láta þar við sitja? Af hverju þarf að búa til hjól að skransa, stóll að hreyfast, þunnskipaður þingheimur ef allir yrðu dæmdir svona... af hverju er vörnin svo oft hjá þessum einstaklingum: Hey, aðrir gera þetta miklu meira en við!!!????
Sama hvernig þessi upptaka er komin til, þá er glæpurinn hinn sami - og þú afsakar þig ekki frá honum. Þú gengst við honum.
...
Nema þú sért ónefndur þingmaður og fylgishirð hans.
![]() |
Segir ekkert hafa sært sig eins mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hugleiðingar Dodda
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.