Engin iðrun og ýktar tölur/forsendur

Í þessum heimi alþingis skiptir auðvitað máli hvort þú heitir Jón eða séra Jón ... og egóið er alltaf til staðar hjá flestum - Klaustursfólk telur sig hafa tekið út sína refsingu. Segjast hafa margbeðið afsökunar og sýnt iðrun ... en hvernig?

Hafa þessir aðilar einhvern tíma á síðustu tveimur mánuðum sýnt iðrun, án þess að nefna hinn stórkostlega glæp við leyndu upptökurnar? Heyrðu jú jú, við erum búin að biðjast afsökunar og þú veist ... sko, við notuðum tímann frá þingi til að læra mikið af þessu og sko ... og við vorum voða voða sorrí ... en hitt er auðvitað málið... við erum óttaleg fórnarlömb út af hinni vondu Báru.

 

Og þegar Gunnar segir að 99,9% kjósenda kjördæmisins hafi viljað fá hann aftur til starfa ... þá finn ég skrítna lykt af lygi. Því það er ekki séns að maður eins og hann hafi rabbað við þúsund manns (voru yfirhöfuð þúsund manns sem kusu hann??) og 999 af þeim hafi sagt: já, í guðanna bænum komdu aftur - og aðeins einn sagt nei. --- Þegar snúið er til starfa á alþingi með svona ýkjum, þá má ekki eiga von á góðu frá þessum kumpánum.

Fyrir utan það, má þá ekki ætla að kjósendur hafi kosið þessa aðila og haldið að þeir væru ekki svona illa innrættir, þannig að upptökurnar sýni bara þeirra rétta andlit og þar af leiðandi eru kjósendurnir bara búnir að snúa við þeim baki?

Hvað talaðirðu annars við marga kjósendur, Gunnar? Í alvöru, segðu það. 1 ... 2 ... þrjá kannski?

Burtu af þingi með ykkur!!!


mbl.is „Erum ekki á þingi fyrir þetta fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar Dodda

Höfundur

Doddi
Doddi
Spurning hvort ég geti endurvakið blogg virkni mína með því að blogga um mbl.fréttir eða annað ... alla vega, þrátt fyrir ákveðna skoðun á ákveðnum ritstjóra, þá ætla ég að prófa.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband